Heildarvelta viðskipta dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi nam 2,1 milljörðum króna. OMXI10 úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 1,06% og stendur í 1,748,12 stigum.

Gengi hlutabréfa útgerðarfélagsins Brims hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 4,04% í 7 milljóna króna veltu. Næst mest hækkuðu bréf Sjóvá, um 3,68% í aðeins 16 milljóna króna veltu. Þá hækkaði gengi bréfa Kviku banka um 3,3% í 168 milljóna króna veltu.

Bréf Eimskips lækkuðu mest, um 8,33% í 29 milljóna króna veltu. Fyrr í dag greindi félagið frá því að það hefði ákveðið að skila tveimur af tíu skipa sinna fyrr en áður var áætlað, til að lækka fastan rekstrarkostnað, vegna áhrifa áf Covid 19 veirufaraldrinum. Skipin tvö sem seld voru undir lok síðasta árs fyrir andvirði hátt í hálfs milljarðs króna áttu að afhendast í byrjun næsta árs.

Næst mest lækkaði gengi Origo, eða um 2,72% í 66 milljóna króna veltu.