Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa undirritað viljayfirlýsingu um að meta möguleika á samstarfi um smíði á nýjum gámaskipum.

Fyrirtækið hefur átt í samningaviðræðum við skipasmíðastöðvar í Kína í tengslum við smíði á tveimur 2.150 gámaeininga skipum með ísklassa. Viðræðurnar eru enn í gangi og er stefnt að því að velja skipasmíðastöð og undirritun samnings á næstu dögum. Gert er ráð fyrir því að skipin tvö verði afhent fyrir árslok 2019.