Einar Örn Ólafsson hyggst kaupa fimm eldsneytisstöðvar, auk vörumerkisins Dælunnar, af N1 á næstu vikum. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í morgun.

Einar er fyrrum forstjóri Skeljungs og fjárfestir.

Eldsneytisstöðvarnar sem um ræðir hafa verið í söluferli síðan í ágúst, en sala þeirra til „nýrra óháðra“ aðila var eitt af skilyrðum Samkeppniseftirlitsins fyrir samþykki samruna N1 og Festar.

Þær eru staðsettar í Fellsmúla, Holtagörðum, Hæðasmára, Mjódd og á Salavegi.