Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað lánshæfismat allra þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands; Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka .

Lánshæfismat Landsbankans hækkaði úr flokk BBB-/A-3 upp í BBB/A-2 með jákvæðum horfum. Vísað er til svipaðra ástæðna í öllum þremur hækkununum, þar á meðal góðar efnahagshorfur á Íslandi og betri stöðu bankanna.

Lánshæfismat Íslandsbanka hækkar einnig úr flokknum BBB-/A-3 upp í BBB/A-2 með jákvæðum horfum og vísar til sömu ástæðna og fyrr.