Iðnaður er umfangsmikill á íslenskum vinnumarkaði. Samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins starfar um fimmtungur allra lauþega á Íslandi við iðnað. Ríflega 38 þúsund launþegar voru í iðnaði á síðastliðnu ári.

„Eru störfin fjölbreytileg á sviði framleiðsluiðnaðar, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar og tækni- og hugverkaiðnaðar. Í fyrra voru 21% launþega hér á landi í iðnaði eða ríflega einn af hverjum fimm,“ segir í greiningu SI.

29% landsframleiðslunnar

Einnig kemur fram í greiningunni að íslenskur iðnaður skapi 29% landsframleiðslunnar. Innan iðnaðar er fjölbreytt flór aaf fyrirtækjum sem eru samofin öllum sviðum efnahagslífsins.

Skapaði greinin 705 milljarða króna með beinum hætti til landsframleiðslunnar eða 29%. Ef með er tekinn óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira.