Bandaríkjamenn eru nú einu skrefi nær því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Rússa, þrátt fyrir að Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, sé mótfallinn þvingununum. Fulltrúadeild bandaríska þingsins - neðri deild - hefur nú samþykkt þvinganirnar. BBC greinir frá.

Að sögn rússneskra yfirvalda gæti tilurð nýju þvingananna orðið til þess að samskipti ríkjanna tveggja myndu súrna og þar með myndu eðlileg samskipti á milli ríkjanna tveggja heyra sögunni til. Enn þarf að samþykkja frumvarpið í öldungadeild Bandaríkjaþings - efri deild þingsins, og svo verður forsetinn að skrifa undir frumvarpið til að gera það að lögum. Líklegt er talið Donald Trump muni beita neitunarvaldi þegar kemur að honum að skrifa undir.

Samskipti Trumps við Rússlands hafa verið umtalsvert undir brennidepli frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna og hefur hann verið sakaður um óeðlileg tengsl við Rússland.