Innviðir fjárfestingar töpuðu 13,2 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 4,5 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 13,8 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 323,4 milljónir í árslok 2017.

Félagið er að mestu í eigu nokkurra lífeyrissjóða og er tilgangur þess að fjárfesta í fyrirtækjum sem snerta innviði samfélaga. Félagið hefur þó ekki enn hafið fjárfestingar í samræmi við tilgang félagsins. Heiðar Guðjónsson er stjórnarformaður Innviða fjárfestinga.