Fasteignafélagið Reitir hafa hug á að byggja um þúsund íbúðir auk atvinnuhúsnæðis á Kringlusvæðinu, alls um 160 þúsund fermetra. Lítið hefur þó þokast áfram í þeim efnum um nokkurn tíma

„Okkur finnst borgin ekki ferðast sérlega hratt með okkur. Ég skrifaði undir viljayfirlýsingu við Dag B. Eggertsson í anddyri Borgarleikhússins um uppbyggingu á Kringlusvæðinu seinni hluta árs 2018, en síðan hefur helst til of lítið gerst. Ég sýni því ákveðinn skilning þar sem þetta er flókið verkefni, en inn í þetta verkefni blandast t.d. umræða um Miklubraut í stokk og um endanlega legu Borgarlínu um Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en það er ekki hægt að bíða endalaust með uppbygginguna á þessum íbúðum sem vissulega er skortur á og eftirspurn eftir,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.

Fjallað er um málið í sérblaði um fasteignamarkaðinn sem kom út með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .