Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli og hafa fjölmiðlar um allan heim fjallað um gosið. Íslandsstofa hefur nú sett upp streymi þar sem hægt er að fylgjast með eldgosinu undir merkjum Visit Iceland og minnir um leið á Ísland sem áfangastað.

Jarðvísindamenn telja líkur á að gosið sé dyngjugos, það fyrsta frá því land byggðist, og hugsanlegt sé að það geti haldið áfram í mörg ár. Gosið er síbreytilegt og í gær sameinuðust tveir minni gígarnir norðan við megingíginn.

Fylgjast má með streyminu af eldgosinu hér að neðan: