Hlutabréfamarkaðurinn hefur tekið dýfu í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMXI10 lækkaði um 1,66%. Hlutabréfaverð í sextán félögum hefur lækkað það sem af er degi. Einungis Eimskip og Iceland Seafood hafa hækkað það sem af er degi eða um rúmt prósent. Eimskip greindi frá því í gær að félagið hygðist hefja endurkaup hlutabréfa.

Festi hefur lækkað mest það sem af er degi eða um um 3,35% Hagar og Skeljungur hafa lækkað um tæp 3,2%, Síminn um 2,6%, TM og VÍS um 2,2%, Icelandair og Kvika um 2% og Eik, Reitir og Sjóvá um 1,9%.

Markaðsaðilar tengja lækkunina við að um helgina var greint frá því að Kauphöllin hafi ekki komist inn á lista MSCI yfir vaxtamarkaði þvert á væntingar. MSCI hafði tilkynnt um í lok júní að til skoðunar væri að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn í flokk vaxtarmarkaða (e. frontier status) en ljóst er að ekki verður af því um sinn.