Öll félög nema Sýn lækkuðu í Kauphöllinni í dag en hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 3,31%. Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta nam 2,5 milljörðum króna.

Reitir lækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 4,94% í 182 milljóna króna viðskiptum en fyrr í dag sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun. Icelandair lækkaði næst mest eða um 4,76% í 124 milljóna króna viðskiptum.

Þá lækkaði Reginn um 4,65% í 116 milljóna króna viðskiptum og Marel lækkaði um 3,47% í 712 milljóna króna viðskiptum. Þess má þó geta að fjárfestar með bréf félagsins í Amsterdam voru ekki á sömu skoðun en þar hækkuðu bréf félagsins um 0,72% í viðskiptum dagsins á meðan gengi krónu gagnvart styrktist um 0,14% í dag. Sé miðað við miðgengi evru var um 3,9% munur á hlutabréfaverði félagsins hér á landi og í Amsterdam við lokun markaða. Önnur félög lækkuðu flest hver um og yfir 2%. Ekkert félag hækkaði í dag en Sýn stóð í stað.

Sjá einnig: Rauður dagur á mörkuðum , víða um heim.