Verðþróun á flugvélaeldsneyti undanfarnar vikur gerir það að verkum að Icelandair þarf ekki að gjaldfæra háar fjárhæðir í bókum sínum í uppgjöri annars ársfjórðungs. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs þurfti félagið að gjaldfæra 51 milljón dollara vegna eldsneytisvarnasamninga. Gjaldfærslan skýrðist af því að félagið hafði fest eldsneytisverð mánuði fram í tímann á verði sem var í kringum 600 dollara á tonnið.

Þegar fjórðungrinn var gerður upp reyndist verðið á heimsmarkaði hins vegar vera 300 dollarar á tonnið og neyddist félagið til að gjaldfæra mismuninn á raunverðinu og því verði sem fest hafði verið í bókum félagsins.