Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni um 3 krónur og dísil olíu um 2 krónur í dag á öllum stöðvum Orkunnar.

Ástæðan er sögð lækkandi heimsmarkaðsverð samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu en Brent hráolían hefur lækkað um úr um 80 dali fatið fyrir mánuði niður í 63,79 dali í dag. Sams konar lækkun hefur verið síðasta mánuðinn á Vestur Texas hráolíunni, eða úr 69,36 dali niður í 54,64 dali nú.

Eftir lækkunina er lægsta verð Orkunnar á bensíni 214,7 krónur og dísil 215,7 krónur hjá Orkunni X í Hraunbæ, Reykjavík, og á Skemmuvegi, Kópavogi. Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi farið lækkandi undanfarið, og lækkað skarpt í gær, hefur verðið hækkað aftur í dag, eftir að fram kom að stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggðust draga úr framleiðslu.

Lækkunin kemur til vegna minnkandi eftirspurnar, m.a. í Kína vegna áhrifa tollastríðsins þar í landi, en einnig vegna þess að refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran voru ekki jafn viðamiklar og áður hafði verið búist við.