Netrisarnir alþjóðlegu, (allir bandarískir raunar) reka gagnaver hér og þar í heiminum til þess að allt gangi fljótt og snurðulaust fyrir sig fyrir notendurna.

Sem sjá má er dreifingin afar misjöfn, þeir eru langflestir í Bandaríkjunum og Vestur Evrópu og svo hnappar í Kína, Ástralíu, Indlandi, Singapore og Arabísku furstadæmunum.

Staðarvalið stendur í talsverðu samhengi við notendurna, en þó ekki einvörðungu. Netrisarnir kjósa helst stöðug ríki með traust lagakerfi. Gögnin snúa hins vegar ekki að litlu leyti um persónulega hagi og upplýsingar um notendurna. Eru þau örugg?