Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur stefnt Ernst & Young vegna tjóns sem hann telur að þrotabúið hafi orðið fyrir vegna hlutafjárhækkunar árið 2014 í félagi sem rann síðar inn í United Silicon og var endurskoðað af Ernst & Young. Félagið hét Stakksbraut 9 ehf. og átti lóðina sem kísilver United Silicon reis á líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í október. Í ársreikningnum segir að Ernst & Young hafi hafnað bótakröfu skiptastjóra og muni taka til varna í málinu.

Þá hafa verið talsverð átök í eigendahópi Delottie líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í mars. Ágúst Heimir Ólafsson, fyrrverandi sviðsstjóri ráðgjafasviðs Deloitte, sem sagt var upp störfum í ársbyrjun 2017, hefur stefnt Deloitte og meðeigendunum og fer fram á á annað hundrað milljónir króna í bætur, sem hann telur vera sannvirði fyrir hlut sinn í Deloitte.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .