Íslendingar sem lögðu inn pöntun á Tesla Model 3 hafa fengið tilkynningu frá fyrirtækinu um að afhending á bílnum dragist. Áður hafði afhending bílanna verið áætluð seint 2018 en í tilkynningunni segir að ekki verði af afhendingunni fyrr en snemma árs 2019. Tesla Model 3 er töluvert ódýrari en aðrir bílar sem bílaframleið- andinn hefur sett á markað og kostar í Bandaríkjunum 35.000 dollara.

Til að leggja inn pöntun þurftu væntanlegir kaupendur að leggja fram 1.000 dollara staðfestingargjald, sem samsvarar um 100.000 krónum. Í ágúst höfðu 455.000 pantanir borist og bætast um 1.800 pantanir við á dag. Framleiðsla á Tesla Model 3 hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Fyrirtækið stefnir á að framleiða 5.000 bíla á viku um mitt þetta ár, markmið sem átti að nást hálfu ári fyrr.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .