Samkeppniseftirlitið er enn að rannsaka hvort viðskiptabankar hafi brotið af sér með skilmálum húsnæðislána. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Rannsóknin hefur staðið yfir í talsverðan tíma, en hún hófst í kjölfar kvartana. Páll segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í formlega markaðsrannsókn á bankamarkaðnum. Stofnunin sé enn að viða að sér gögnum.

Rannsókn á eldsneytismarkaðnum er enn sem komið er eina markaðsrannsóknin sem Samkeppniseftirlitið rekur.