Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði um 0,1% í febrúar. Gildi fyrir þrjá síðustu mánuði voru hins vegar endurskoðuð niður á við. Hagvísirinn bendir þó áfram til hagvaxtar yfir langtímaleitni. Þetta kemur fram í frétt Analytica.

Þrír af sex undirliðum hækka frá í janúar en mest áhrif á hækkunina hafa aukning aflaverðmætis í kjölfar loka sjómannaverkfallsins og fjölgun í komum ferðamanna.

Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk, en þó er tekið fram að áfram séu áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.