Icelandair lækkaði mest félaganna í Kauphöll Íslands í dag og hefur dagslokagengi bréfa félagsins ekki verið lægra frá því í byrjun nóvember, áður en greint var frá fyrirhuguðum kaupum félagsins á Wow air. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group féllu um 1,56% í 84 milljón króna viðskiptum og stendur það nú í 7,58 krónum á hluti.

Síminn hækkaði mest eða um 2,65% í 209 milljón króna viðskiptum en félagið birti uppgjör í gær þar sem fram kom að rekstrarhagnaður hefði aukist lítillega milli ára.

Þá lækkaði Skeljungur um 1,11% í 88 milljón króna viðskiptum, en hagnaður Skeljungs jókst um 38% á milli ára samkvæmt uppgjöri félagsins í gær.

Mest velta var með bréf í Marel, en félagið lækkað um 0,92% í  687 milljóna króna viðskiptum. Þá nam velta með bréf í Reitum 456 milljónum króna og hækkaði félagið um 1,48% í viðskiptum dagsins.

Alls nam velta í Kauphöll Íslands 2,2 milljörðum í dag en OMXI8 úrvalsvísitalan lækkað um 0,3% í viðskiptum dagsins.