Enn stærri skjár verður settur upp við Arnarhól fyrir leikinn gegn Frakklandi á sunnudag. Einnig verður bætt úr salernisaðstöðu og aðgengi fyrir fattlaða. Jafnframt verður Lækjargata lokuð allan daginn. Áfram verður hægt að horfa á leiki á EM-torginu á Ingólfstorgi og verður sýnt frá öðrum leikjum þar.

Vegna gríðarlegs áhuga ætla aðstandendur EM-torgsins, Íslensk getspá, Landsbankinn, Icelandair, Coca-Cola, KSÍ, N1, Síminn og Borgun ásamt Reykjavíkurborg að endurtaka leikinn og bjóða þeim aðdáendum landsliðsins sem ekki verða staddir á Stade de France í París að mæta á Arnarhól.

Verður þar sérstök upphitunardagskrá fyrir leikinn. Að lokum segir í yfirlýsingu að það borgi sig að mæta tímanlega.