Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í gær að enn væri stefnt að því að kosið yrði til Alþingis næsta haust, ekkert hefði breyst í þeim efnum. Frá þessu er greint á Vísi í dag.

Það er því ljóst að formenn stjórnarflokkanna hafa nokkuð ólíka sýn á málið en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í Sprengisandi að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.