Samtals voru tæplega 362 þúsund einstaklingar búsettir á Íslandi í upphafi þessa mánaðar, að þvi er fram kemur í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 47.573 talsins en þeim hefur fjölgað um 7,7% frá 1. desember 2018 og um 10 þúsund einstaklinga frá desember 2017 eða um 16.8%.

Þrátt fyrir að slaki á vinnumarkaði hafi aukist mikið á þessu ári er ekki að sjá að það hafi dregið  úr staumi erlendra ríkisbgorgara hingað til lands. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 270 einstaklinga á milli mánaða í ágúst-september nýliðnum og um 1.848 einstaklinga frá síðastliðnum maí.

langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 20.233 einstaklingar og hefur þeim fjölgað um 5,4% frá 1. desember 2018. Næst flestir eru frá Litháen eða 4.469 einstaklingar og hefur þeim fjölgað um 9,2% frá því í desember í fyrra. Þeir erlendu ríkisborgarar sem hér eru búsettir koma frá samtals 165 þjóðríkjum.