Samkeppniseftirlit Evrópusambandsríkja hyggst koma í veg fyrir 2 milljarða dala samruna tveggja af stærstu skipasmíðafyrirtækjum Suður-Kóreu, samkvæmt heimildum Financial Times . Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 2019 sem ESB kemur í veg fyrir samruna.

Fyrirtækin, Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering og Hyundai Heavy Industries, eru stærstu framleiðendur skipa sem flytja ofurkælt fljótandi jarðgas (e. liquefied natural gas) en þau voru með 60% hlutdeild á heimsmarkaðnum í fyrra. Þau tilkynntu fyrst um samrunann árið 2019.

Eftirspurn í Evrópu eftir fljótandi jarðgasi hefur aukist verulega vegna orkukrísunnar. Fraktkostnaður á fljótandi jarðgasi í Asíu hefur náð hæstu hæðum og nemur meira en 300 þúsund dollurum á dag. Skip sem flytja fljótandi jarðgas hefur í auknum mæli verið beint til Evrópu þar sem neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir eldsneytið til að framleiða rafmagn.

Haft er eftir ónefndum embættismanni hjá EU að með því að koma í veg fyrir samrunann sé verið að vernda evrópska neytendur frá því að borga hærri verð.