Framkvæmdir eru hafnar á nýju uppsjávarfrystihúsi Eskju á lóð félagsins á Eskifirði. Á vefsíðu Eskju , er sagt að um er að ræða metnaðarfullt verkefni fyrir félagið og starfsmenn þess.

Eskja samdi um kaup á öllum búnaði frá Skaganum hf. á Akranesi, Kælismiðjunni Frost og Rafeyri á Akureyri ásamt því að gera samning við VHE á Austurlandi um byggingu 7000 fm2 stálgrindarhús. Hönnun byggingarinnar er hins vegar í höndum verkfræðistofunnar Eflu.

Verklegar framkvæmdir hófust í apríl síðastliðin og ganga framkvæmdir vel að mati Eskju.

Um 50 ný störf skapast

Haft er eftir Hauki Jónssyni, framleiðslustjóra uppsjávarsviðs fyrirtækisins, að um 40-50 ný störf skapist á Eskifirði.

Einnig starfa um 100 manns við að byggja þetta 7.000 fermetra uppsjávarfrystihús. Eftir að byggingu þess verður lokið verður hægt að frysta úr 800 af hráefni á sólarhring segir í frétt RÚV .