ExxonMobil hagnaðist um 4 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 sem er 122% aukning á hagnaði miðað við sama tímabil árið áður. Fyrirtækið hefur staðið í ströngu upp á síðastið og hefur verið samdráttur á tekjuhlið félagsins um 20% eða meira á síðastliðnum 9 ársfjórðungum en nú er af sem áður var. CNN Money greinir frá.

Exxon þakkar hærra hrávöruverði fyrir að koma höldum á fjármál félagsins sem hafa verið í lastri vegna lágs olíuverðs upp á síðkastið. Olíuverð hefur tvöfaldast frá febrúar 2016 þegar fatið kostaði 26 dollara.