Eyðsla ferðamanna í heimamynt hefur hins vegar aukist jafnt og þétt, sem bendir til að hingað komi eyðsluglaðari ferðamenn en áður. Ferðamenn virðast einnig verja peningum sínum með öðrum hætti en áður sé tekið mið af kortaveltu.

Á tímabilinu maí til júlí drógust kaup á gjafavöru og minjagripum saman um 18% á föstu gengi miðað við sama tíma í fyrra, á meðan kaup á dagvöru jukust um 14%. Sterkari króna virðist einnig hafa fækkað gistinóttum á mann hjá öllum þjóðernum nema Kínverjum. Finnar finna mikið fyrir sterkari krónu og voru 30% færri gistinætur skráðar hjá þeim á mann árið 2016 en 2015, en gistinóttum Kínverja fjölgaði um 6%. Þetta kom fram í kynningu greiningardeildar Arion banka í vikunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.