Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest, sem hefur verið stærsti hluthafi í Marel frá 2005, hagnaðist um 41,9 milljónir evra árið 2016, eða jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna. Árið 2015 nam hagnaðurinn 112,2 milljónum evra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Matsbreyting verðbréfa lækkaði úr rúmlega 136 milljónum evra í 52,9 milljónir milli ára og lækkuðu hreinar fjármunatekjur úr 113,6 milljónum evra í 43,6 milljónir.

Verðbréfaeign félagsins nam 450,5 milljónum evra í árslok og heildareignir 464,9 milljónum. Eigið fé nam 270,1 milljón evra og var eiginfjárhlutfall 58,1%. Handbært fé lækkaði um 101 þúsund evrur.