Ríflega 140 þúsund manns fá alls sextán og hálfan milljarð endurgreiddan frá skattinum næstkomandi föstudag. Heildarálagnin opinberra gjalda nemur rúmum 385 milljörðum króna að því er kemur fram í frétt RÚV um málið.

Það gerir um 118 þúsund krónur að meðaltali á mann. Engar ávísanir verða sendar út og þurfa þeir sem ekki hafa tilkynnt um bankareikning að sækja inneignir til innheimtumanns. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir í samtali við fréttastofuna að heildarálagning opinberra gjalda einstaklinga nemi rúmum 385 milljörðum króna að þessu sinni og að útvarpsgjaldið nemi rífleag 3,4 milljörðum króna.

Alls völdu 99,6% einstaklinga að telja fram með rafrænum hætti að þessu sinni. Á morgun verða svo álagningarskrár langðar fram hjá embætti Ríkisskattstjóra.