Þyrlufélagið Circle Air ásamt Eldingu og Hvalaskoðun Akureyriar sóttu um leyfi til að staðsetja þyrlu við höfnina á Akureyri til að geta boðið ferðamönnum og almenningu upp á styttri þyrluferðir beint frá höfninni. Hugðust fyrirtækin fyrst og fremst höfða til farþega af skemmtiferðaskipunum em reglulega leggjast við höfnina

Akureyrarbær hefur hins vegar hafnað beiðninni, vegna mögulegs ónæðis af starfseminni, sem átti að fara fram á svæði við svokallaða Oddeyrabót sem ferðaþjónustaðilarnir segja ekki vera nýtt í dag en það henti vel til þyrlulendinga.

Félagið segir að núverandi staðsetning þess við Akureyrarflugvöll geri nokkuð örðugt að markaðssetja þjónustuna „til „lausagöngu“ ferðamanna í bænum, enda hafa þeir skamman tíma í landi en gætu með þessu fengið snöggan aðgang og yfirsýn á Akureyri og nærsvæði í stað þess að ferðast í rútum lengra til og sjá minna af Akureyri. Þetta er líklegt til að auka umsagnir og fjölda jákvæðrar umfjöllunar um Akureyri og sveitir hennar.

Það er okkar trú að með þessu gætu styrkst möguleikar þess að hafa að staðaldri þyrlu á Akureyri, en telja má líklegt að þessari viðbót í afþreyingu fyrir ferðamenn á Akureyri verði vel tekið, enda verðlagt á þann hátt að sem flestir geti leyft sér þetta sjónarhorn.“

Hafnaði meirihluti skipulagsráð Akureyrarbæjar umsókninni, en fulltrúi Sjálfstæðismanna í ráðinu, Þórhallaur Jónsson, greiddi atkvæði á móti því að hafna beiðninni. Jafnframt bar Helgi Sveinbjörn Jóhannsson af M-lista upp vanhæfi sitt í málinu og vék því af fundi um málið. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sótti um heimildina fyrir hönd félaganna.