Facebook hyggst á næstu vikum gera notendum utan Bandaríkjanna í fyrsta sinn kleyft að senda peninga sín á milli í gegnum messenger forrit sitt. Munu notendur í Bretlandi verða einna fyrstir, en fólk þarf að skrá debet kortið sitt til að geta sent eða tekið á móti fé.

„Í Bandaríkjunum nota flestir Messenger til þess að senda minna en 50 dali í hvert sinn,“ hefur Bloomberg fréttastofan eftir David Marcus, yfirmanni Messenger. Facebook bauð upp á þjónustuna árið 2015 í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur ekki rukkað fyrir notkun hennar.