Facebook Inc. hefur ráðið til sín reynslubolta sem á að stýra þróunarmálum hjá Oculus VR. Reynsluboltinn heitir Michael Hillman og hefur starfað í rúmlega 15 ár hjá Apple Inc.

Hjá Apple kom Hillman að ýmsum verkefnum, en samkvæmt LinkedIn hjálpaði hann meðal annars við þróun og hönnun á iMac tölvunni.

Reynsla Hillmans ætti því að reynast Oculus vel, en markmiðið er að gera sýndarveruleika aðgengilegri.

Hillman mun samkvæmt Bloomberg starfa náið með Hans Hartmann, sem er framkvæmdastjóri hjá Oculus.

Hartmann er einnig sjóaður í þróun og framleiðslu á tækninýjungum, en áður en hann kom til Oculus, starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Fitbit.