Þrátt fyrir að við lifum á upplýsingaöld og fjölmiðlaneysla hefur aldrei verið meiri hafa framleiðsluhættir breyst verulega og ekki endilega til og ekki endilega til betri upplýsingar.

Þannig greinir ný rannsókn í Bandaríkjunum að starfsmönnum fréttastofa þar í landi hefði fækkað um nærri fjórðung á síðastliðnum áratug. Þar munaði langmestu um dagblöðin, en starfsmönnum á ritstjórn þeirra fækkaði um 45% á þessum tíma, úr 71 þúsund í 39 þúsund manns. Rúmur þriðjungur útbreiddustu blaða þar í landi hefur kynnt fjöldauppsagnir á liðnu ári. Blöðin eru þó ekki ein um að losa sig við fólk, því á umliðnu ári hafa ýmsir vefmiðlar þurft að gera slíkt hið sama, einkum vefmiðlar sem sinna smærri svæðum.

Vefmiðlar almennara efnis, einkum á sviði afþreyingar, hafa hins vegar fremur vaxið en hitt, þó mjög hafi dregið úr vextinum frá því sem var fyrir fimm árum. Hins vegar hafa ljósvakamiðlar, bæði hljóðvarp og sjónvarp, mjög staðið í stað hvað starfsmenn ritstjórna áhrærir.