Færeyski vetingastaðurinn Restaurant Koks er fyrsti veitingastaður nágrannaþjóðarinnar til að hljóta Michelin stjörnu, en tilkynnt var um útnefninguna á sama tíma og veitingastaðurinn Dill hlaut fyrstu Michelin stjörnuna á Íslandi.

Staðurinn leggur áherslu á sjávarrétti, en hann er staðsettur í bænum Kirkjubæ á Straumey, sömu eyju og Þórshöfn, en á syðsta odda eyjunnar.

Yfirkokkurinn heitir Poul Andrias Ziska en hann er sagður frumkvöðull hins nýja Norræna eldhúss í Færeyjum í umfjöllun Four tímaritsins .