Hlutfall þeirra sem eiga eigið húsnæði í Bandaríkjunum hefur ekki verið jafn lágt í 50 ár. Þetta kemur fram á vef Census Bureau, sem heldur meðal annars utan um tölfræði á húsnæðismarkaði.

Hlutfall Bandaríkjamanna sem eiga eigið heimili eru nú um 63,5 prósent.

Líkt og á öðrum stöðum hefur ungt fólk átt í erfiðleikum með að festa kaup á fyrstu eignum sínum. Lágir vextir og aukin atvinnuþátttaka hefur ýtt undir eftirspurn á fasteignum. Fasteignaveð hefur hækkað í umtalsvert hraðar en tekjur heimilanna. Talið er að þessi þróun muni halda áfram á næstu árum.