Einn af hverjum átta farþegum sem fljúga með vélum Icelandair byrja ferðalagið sitt á Íslandi. Hinir farþegarnir eru annað hvort ferðamann á leið til landsins eða skiptifarþegar að því er kemur fram í umfjöllun Túrista.is.

Fyrir 10 árum síðan var skiptingin nokkuð jöfn milli hópanna tveggja. Helsta skýringin á þessu liggur í hröðum flugfélagsins út á við - og sú staðreynd að íslensku markaðurinn sé eins lítill og raun ber vitni. Icelandair flutti alls 3,7 milljónir farþega í fyrra - samanborið við 1,6 milljónir fyrir 10 árum.

Árið 2007 höfðu 512 þúsund farþegar Icelandair komið frá heimamarkaðnm en sá hópur taldi 478 þúsund í fyrra. Því hefur íslenskum farþegum fækkað um 34 þúsund á 10 árum á sama tíma og heildarfarþegafjöldi flugfélagsins hefur aukist um ríflega 2 milljónir. Árið 2007 voru það einungis Icelandair og Iceland Express sem buðu upp á heilsársflug frá Íslandi. Síðastliðið sumar stunduðu hins vegar 19 erlend flugfélög Íslandsflug yfir sumarmánuðina.