Samkvæmt árlegri rannsókn Reuters-stofnunarinnar á stafrænum fréttum líta stjórnendur fjölmiðla almennt á falskrar fréttir sem tækifæri fremur en ógn. Þær séu einmitt til þess fallnar að undirstrika muninn á alvöru fjölmiðlum og svikamiðlum.

Eða bara hinum fjölmörgu afætumiðlum, sem hirða fréttir og kviksögur héðan og þaðan – þar á meðal falsfréttir – og endurbirta sem smellugildrur til dreifingar á félagsmiðlum.

Samkvæmt rannsókninni telja stjórnendurnir að miðlar þeirra muni njóta beins ávinnings fleiri heimsókna, en einnig að innan tíðar verði komin margskonar, öpp, viðbætur og tæki fyrir almenning til þess að sannreyna fréttir eftir hendinni. Slík apparöt verði tiltæk í talsverðum mæli þegar á þessu ári.