Staðfestingarmál vegna lögbannskröfu slitabús Glitnis á hendur Reykjavík Media og Stundinni um notkun fjölmiðlanna á gögnum frá bankanum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Þar kemur jafnframt fram að slitabúið leggur að auki til þá kröfu að miðlunum verði bannað að birta eða fá aðra miðla til að birta fréttir byggðar á gögnunum, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær birti RÚV frétt upp úr gögnunum sem Sigurður Kári Kristjánsson sem var einn þeirra sem nefndur var í fréttinni svaraði.

Þrátt fyrir að þessi viðbótarkrafa hafi verið lögð fram fullyrðir Ingólfur Hauksson framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að farið yrði fram á lögbann á fréttaflutning RÚV að því er Fréttablaðið greinir frá.