Áætlaðar rekstrarhagnaður Regins um 700 milljónir króna, og verður um 6,3 milljarðar króna. Það er um 411 milljónum króna lægra en niðurstaðan var árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær.

Reginn býst við að greiddar leigutekjur til félagsins á þessu ári lækki um 1,1 milljarð króna frá áður birtir rekstraráætlun félagsins og verði um 8,6 milljarðar króna. 60% af tekjusamdrættinum er komið til vegna hótela, 20% vegna Hafnartorgs og Austurhafnar og 20% vegna annarra verkefna.

Bókfærðar leigutekjur verði hins vegar um 9,1 milljarður króna. Það kemur til vegna þess að búist er við að svokallaðar lotaðar leigutekjur nemi um 490 milljónum króna, þar sem því ber að bókfæra tekjur, til að mynda af veltutengdri leigu, miðað við áætlaðar leigugreiðslur yfir líftíma leigusamninga.

Reginn segist hafa lokið samningum við nær alla leigutaka sem orðið hafa fyrir verulegum áhrifum af heimsfaraldrinum. Í mörgum af nýju leigusamningunum, til að mynda við hótel, er gert ráð fyrir að þau greiði veltutengda leigu næstu 12 mánuði.

Félagið býst við að leigutekjur muni hækka um 9% á næsta ári og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði um 71% af leigutekjum.

Í tilkynningunni er lögð áhersla á að fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Félagið hafi aðgang að handbæru fé og lánalínum fyrir um 5,9 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 30,5%. Reginn lauk í 600 milljóna króna hlutafjárútboð til að bæta eiginfjárstöðu félagsins í kjölfar greiðslu arðs upp á 535 milljóna króna. Félagið taldi sér ekki lagalega heimilt að hætta við arðgreiðsluna eftir að faraldurinn skall á.

Á öðrum ársfjórðungi tapaði Reginn 209 milljónum króna miðað við tæplega 1,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili fyrir ári.