Erfitt er að segja til um hve stór hluti þeirra um hundrað þúsund farþega sem áttu pantað far með Wow air næstu vikur og mánuði muni skila sér til landsins en Túristi gerir ráð fyrir að um þriðjungur þeirra hafi ætlað sér að ferðast um landið. Helmingur bókana í gegnum eina bókunarsíðu frá farþegum félagsins hefur verið breytt, en flestar þeirra afbókaðar.

Ívar Rafn Þórarinsson, einn eiganda bílabókunarvélarinnar Northbound, segir að að farþegar Wow hafi staðið undir um fjórðingi af öllum bókunum hjá fyrirtækinu í fyrra, en með styttri meðalleigutíma og lægra leiguverði en farþegar annarra fyrirtækja.

Viku eftir gjaldþrot Wow air hafði um helmingur þeirra 6 þúsund farþega sem áttu bókað með félaginu, gert breytingar á bókunum sínum á um 2000 bílaleigubílum hjá Nortbound.

Afbókaði um 60% þeirra bílaleigubílana, en restin virðist hafa fundið sér far til landsins með öðru flugfélagið, langflestir eða 63% með Icelandair, en um sjötti hver með Wizz air og loks innan við 10% með easyJet.