Ferðaþjónustufyrirtækið Farvel er gjaldþrota og námu lýstar kröfur 55 milljónum króna.

Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 5. ágúst 2020 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Farvel hefur sérhæft sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir til Víetnam.