Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,16% í dag og stendur því í 1.704,07 stigum. Viðskipti með hlutabréf námu tæpum 1,7 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,01% og stendur því í 1.365,58 stigum, en viðskipti með skuldabréf 3,4 milljörðum.

Mest hækkuðu bréf Haga eða um 1,22% í viðskiptum upp á tæpar 243 milljónir króna. Við lok dags stóðu bréf Haga því í 37,35 krónum. Þá hækkuðu bréf Icelandair um 0,66% og stóðu í 15,15 krónum við lokun markaða en viðskipti með bréf félagsins námu 85 milljónum króna.

Mest lækkun var á bréfum fasteignafélagsins Regins en þau lækkuðu um 1,52% í viðskiptum upp á tæpar 79 milljónir króna. Bréf Regins standa því í 25,90 krónum. Þá lækkuðu bréf Eikar um 1,42% og standa því í 10,41 krónu en heildarviðskipti með bréf félagsins námu tæpum 130 milljónum króna.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,17% í 1,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað í 2 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,04% í 1,2 milljarða viðskiptum. Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,08% í 0,8 milljarða viðskiptum.