Velta hlutabréfaviðskipta á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 2.038 milljónum króna í dag og úrvalsvísitalan OMXI8 hækkaði um 0,58%.

Mest hækkuðu bréf Regins, um 3,4% í 247 milljón króna viðskiptum, næst koma bréf Eikar með 2,2% hækkun í 110 milljón króna viðskiptum, og þar á eftir bréf Sýnar með 2,1% hækkun í 307 milljón króna viðskiptum, en mikil viðskipti hafa verið með bréf Sýnar í vikunni, á þriðjudag seldu 365 miðlar hlut sinn fyrir tæpa 2 milljarða, og í gær keypti Kvika banki bréf í félaginu fyrir rúmar 400 milljónir.

Veltan í viðskiptum með bréf Sýnar var einnig sú mesta, en þar á eftir kom 295 milljóna króna velta með bréf Haga sem hækkuðu um 1,3%, og Reginn og Arion voru með nánast sömu veltu í 3. og 4. Sæti, Reginn með 247 milljónir eins og áður kom fram, og Arion með 245 milljónir, en engin verðbreyting var á bréfum í Arion í dag.