Fraser Group, sem á Sports Direct verslanirnar í Bretlandi, hefur frestað birtingu ársreiknings annað árið í röð. Birta átti hagnaðar- og sölutölur fyrir fjárhagsárið 2020, sem lauk þann 26. apríl síðastliðinn, á morgun en félagið gerir nú ráð fyrir að birta uppgjörið á fimmtudaginn í næstu viku. BBC segir frá .

Félagið sagðist geta staðfest að ekki væri um neitt stórvægilegt mál heldur einungis ætti eftir að ganga frá innleiðingu IFRS 16 reikningsskilastaðlanna.

Fyrir rúmu ári síðan varð tíu klukkutíma töf á birtingu uppgjörs félagins, sem ráðgjafarfyrirtækið Pirc lýsti sem niðurlægingu fyrir stjórnunarhætti breskra fyrirtækja. Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton, sem sá um endurskoðun fyrir Fraser, sagði af sér í kjölfar málsins.

Mike Ashley, meirihlutaeigandi Fraser, neyddist til biðjast afsökunar vegna viðbragða sinna við samkomubönnum í kjölfar útbreiðslu Covid-veirunnar. Hann beitti þrýstingi á stjórnvöld í von um að fá að halda verslunum sínum opnum og hélt því fram að þær væru „nauðsynjaþjónusta“. Í opnu bréfi Ashley, sem er einnig eigandi fótboltafélagsins Newcastle United, kom fram að beiðni hans hafi verið illa úthugsuð og tímasett en að hann myndi „læra af mistökum sínum“.