P 126 ehf., eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, hagnaðist um 287 milljónir króna árið 2019, miðað við 102 milljóna hagnað árið 2018.

Hagnaðurinn kom til vegna aukins virðis eigna félagsins en það er stór hluthafi í fyrirtækjum á borð við Dögum, Kynnisferðum, Tékklandi og Borgun sem Salt Pay keypti í fyrra.

Þá á P 126 stóran hlut í Hval hf. sem félagið hefur stefnt Hval vegna og vill fá hlutinn innleystan fyrir 832 miljónir króna.

Eignir P 126 voru alls metnar á 2,2 milljarða króna í árslok 2019 og eigið fé á um 2,1 milljarð króna.