Laun Auðuns Freys Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Félagsbústaða, hækkuðu um 9,8% milli áranna 2016 og 2017. Þetta kemur fram í svari formanns stjórnar Félagsbústaða við fyrirspurn RÚV . Laun stjórnarmanna hækkuðu um 155%.

Í frétt RÚV segir að stjórnarmenn hafi ferkgið greiddar 48.000 krónur á mánuði fram til ársins 2016 og voru laun þá greidd í einu lagi eftir á. „Þegar stjórnarlaunin voru hækkuð í 122 þúsund krónur á mánuði var farið að greiða þau mánaðarlega. Þetta hefur þau áhrif að í ársreikningi síðasta árs er bæði að finna stjórnarlaun fyrir árið 2016 og 2017. Hækkun stjórnarlauna má rekja til breytinga hjá Reykjavíkurborg þar sem farið var í það að samræma stjórnarlaun hjá fyrirtækjum borgarinnar,“ segir í svari Haraldar Flosa Tryggvasonar, formanns stjórnarinnar á vef RÚV.

Framkvæmdastjórinn fékk auk þess greiddar 140 þúsund krónur á mánuði í bílastyrk, en bílastyrkur var talinn fram í ársreikningi 2017 en ekki 2016.