Samtals erfðu einstaklingar á Íslandi tæplega 47 milljarða króna á síðasta ári en af því hirti ríkið 4,5 milljarða í erfðafjárskatt að því er Morgunblaðið greinir frá.

Er það hækkun frá árinu 2017, þegar 38,4 milljarðar á verðlagi þess árs voru greiddir í arð. Jafnframt fjölgaði þeim sem fengu greiddan arf milli ára, úr 5.367 í 5.552 framteljendur sem töldu fram arf á árinu að því fram kemur í tölum Ríkisskattstjóra.

Ef horft er fimm ár aftur í tímann nemur arfurinn samtals 165 milljörðum króna, en af þeirri upphæð tók ríkið rúmlega 15,8 milljarða króna í erfðafjárskatt. Þess má geta að af þessari fjárhæð hefur þegar verið greidd öll gjöld að minnsta kosti einu sinni þegar þeirra var aflað.

Á þessu fimm ára tímabili voru erfingjarnir um 24.350 talsins, en á síðustu tíu árum voru það 47.220 einstaklingar í heildina. Nærri 99% þeirra sem erfðu fé fengu undir 50 milljónum króna á árinu 2017, en 81,3% fengu arf undir 10 milljónum króna. Miðgildi heildarverðmætis dánarbúa á því ári nam 14,5 milljónum króna og miðgildi arfsfjárhæðar hvers erfingja 3,5 milljónir króna.

Bjarn Benediktsson fjármálaráðherra hefur kynnt drög að lækkun erfðafjárskatts af afgreiðslum undir 75 milljónum króna, í 5% úr 10% sem verður áfram á fjárhæðum umfram það. Í dag þarf ekki að greiða af fyrstu 1,5 milljóninni af skattstofni dánarbús, en það á ekki við um fyrirframgreiðslu arfs.

Jafnframt gildir sú fjárhæð fyrir fyrirframgreiddan arf. Er búist við tekjur ríkissjóðs lækki um 2 milljarða króna ef frumvarpið verði að lögum.