Allan ársins hring fljúga þotur Icelandair, SAS og WOW air milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar. Yfir sumarmánuðina, þegar ferðafjöldinn nær hámarki, eru brottfarirnar héðan til dönsku höfuðborgarinnar að jafnaði rúmlega fimm á dag.

Fyrstu sex mánuði þessa árs nýttu 264.213 farþegar sé þessar ferðir milli Íslands og Kaupmannahafnar sem er viðbót um 2 prósent frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Kaupmannahafnarflugvallar. Þess má geta að svona upplýsingar fást ekki hér á landi og hefur Túristi kært þá afstöðu Isavia.

Sem fyrr segir þá ná flugsamgöngurnar héðan til Danmerkur hámarki yfir sumarið og í júní síðastliðnum þá flugu 62.537 farþegar milli Íslands og Kaupmannahafnar.

Frétt Túrista um málið .