Verð á hlutabréfum í Festi hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,5% í 110 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkun var hjá Högum eða 1,03% í 188 milljóna króna viðskiptum.

Fjögur félög lækkuðu á markaði í dag en það voru þau Eimskip, Icelandair, Síminn og Sjóvá. Eimskip lækkaði mest eða um 1,42% í 1 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði næstmest eða um 0,53% í 2 milljóna króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Kviku og nam hún 261 milljón króna. Í dag var tilkynnt að Kvika myndi kaupa 80% hlut í Netgíró en fyrirtækið á nú þegar 20% hlut í Netgíró.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 0,21% og nam heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag um 1,1 milljarði króna.