Þing Neytendasamtakanna verður haldið þann 27. október n.k. í Akóges salnum Lágmúla 4 og hefst það kl. 10:00. Á þinginu verður ný forysta samtakanna kosin; formaður og 12 mann stjórn. Framboð til formanns eru fimm en 32 hafa boðið sig fram til stjórnarsetu.

Í framboði til formanns eru:

  • Ásthildur Lóa Þórisdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
  • Breki Karlsson, forstöðumaður stofnunar um fjármálalæsi.
  • Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur.
  • Jakob S. Jónsson
  • Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtimeistari.

Í framboði til stjórnar eru 32 manns, hér má sjá lista yfir framboðin.