Logos lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fimm nýjum löglærðum fulltrúum. Fulltrúarnir eru ráðnir til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni. Logos rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907 en fyrirtækið er með skrifstofur bæði í Reykjavík og London.

Aron Freyr Jóhannsson hóf störf hjá LOGOS í janúar 2017. Aron útskrifaðist með  MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í október 2016. Aron hefur starfað á lögfræðideild hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og sem laganemi á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu hjá innanríkisráðuneytinu.

Bjarki Þórsson hóf störf hjá Logos í janúar 2017. Bjarki útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar sl. Hann starfaði áður á lögfræðisviði Arion banka samhliða námi sem og hjá Fortis lögmannsstofu. Unnusta Bjarka er Hildur Valdís Gísladóttir ferðamálafræðingur.

Elvar Jónsson hóf störf hjá Logos í janúar 2017. Elvar útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í febrúar sl. Hann starfaði áður hjá Seðlabanka Íslands og sumarstörf hjá Samherja hf. og Íslenskum Verðbréfum hf. Unnusta Elvars er Karítas Ólafsdóttir tölvunarfræðingur.

Hildur Hjörvar hóf störf hjá Logos í maí 2017. Hildur útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í júní sl. Hún starfaði áður sem laganemi hjá Logos lögmannsþjónustu samhliða námi og var einnig laganemi hjá Vox lögmannsstofu sem og blaðamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is. Þá er hún stjórnarformaður Bókaútgáfunnar Codex ses. Kærasti Hildar er Arnar Þór Pétursson lögfræðingur.

Katla Lovísa Gunnarsdóttir hdl. hóf störf hjá Logos á síðasta ári. Katla útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og fékk réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2016. Hún starfaði áður hjá Tego hugverkaráðgjöf og hjá JP lögmönnum og sem laganemi hjá LEX lögmannsstofu. Unnusti Kötlu er Örn Erlendsson byggingarverkfræðingur.